Seðill vikunnar!
Jú, komiði sælir lesendur góðir. Bergz mættur hérna. Var á tónleikum með Yo-Yo Ma og ég fékk menningarlega hugljómun, slíkir voru tilburðirnir...ójá...það er hægt að fá menningarlega hugljómun. En nú að máli málann...starfsmannasjóðnum.
Riffillinn mættur á staðinn. Soldið seinn, var að koma af fundi hjá Klaninu og varð því að henda í seðil í hálfleik. Ég kíkti ekki, ég lofa.
Aston Villa-Fulham
Bergur: Villa menn undir forystu lukkuálfsins O’Neill halda áfram að impreza og snjáldra Fulham mönnum til geimsins.
tákn: 1
Riffill: Þar sem riffillinn er að sænga hjá stúlku frá Birmingham þá hlýtur það að vera tákn.
Tákn:1
Middlesboro-NUFC
Bergur: Norðanslagur að bestu gerð...ekki ósvipað nágrannaslagnum Magni-Völsungur. Segi að Völsungur komi á óvart með útisigri.
tákn: 2
Riffill: Joe Kinnear þarf að taka sér hlé á því að sænga hjá vændiskonum til að skella sér til Middlesboro. Gareth Southgate þarf að taka sér hlé á því að sjúga blóð úr vændiskonum til að mæta á völlinn. Jónas í hvalnum þarf að taka sér hlé frá því að vera í hvalnum og hann setur hann. Mark Viduka þarf að taka sér hlé frá því að sænga hjá hvalnum og setur hann. Þetta verður allt í járnum.
Tákn: x
Stoke-Hull
Bergur: Leiðinda nýliðaslagur þar sem Rory Delap mun fara hamförum fyrir heimamenn og Daníel Vindrass fyrir gestina...steindautt 0-0 jafntefli.
tákn: x
Riffill: Giovanni smyr beikonosti upp í samúel.
Tákn: 2
Sunderland-Bolton
Bergur: Diouf og Cisse, eðlilegustu menn deildarinnar á móti Kevin Davies og Grétari “Sigló” Steinssyni. Jú, þetta er clash of the giants, sama hvernig þú horfir á þetta einvígi, maður fær vatn í munninn...svo ég tala nú ekki um þokkan hjá knattspyrnustjóra Bolton. Mmmm...
tákn: 1
Riffill: Roy Keane er svolítið eins og hann sé alltaf að fá sér jógúrt og tekst ekki að setja það allt upp í munninn. Það situr eftir í skegginu, hugsanlega til þess að eiga snarl seinna... en hann púllar það.
Tákn: 1
Wigan-WBA
Bergur: Jæja...er þetta falin myndavél? Án gríns...er verið að gera at í kallinum? Djöfull eru þetta leiðinlegir leikir. Amrrrr Zakr er ekki með Wigan....sem leiðir til þess að Wes Brown menn nappa sigrinum
tákn: 2
Riffill: Zaki Zaki eigandi Zik Zak og höfundur verstu útvarpsauglýsingar allra tíma klárar dæmið.
Tákn: 1
Burnley-Derby
Bergur: JK mun líða um þarna á miðjunni einsog geit útí haga á beit (óóóó...I’m a poet and I don’t even know it). En það mun fara alveg með Savage því hann er orðinn gamall og grár...en samt með nægt hár?
tákn: 1
Riffill: Ég verð nú bara viðurkenna að ég veit ekkert hvað er búið að vera að gerast hjá þessum liðum, en þar sem leikirnir eru byrjaðir þá get ég ekki kíkt á stöðuna. Eigum við ekki bara að segja að George Burnley vinni þetta.
Tákn: 1
Charlton-Southampton
Bergur:hmm....Two Tricky þessi. Charlton menn í sárum eftir að hafa misst af Papa Helguson og þar sem þetta er heimalið Riffilsins þá munu þeir hnulla uppá bak einsog Geislinn frá Hólmavík hefur alltaf gert og rétt slefa í jafntefli
tákn: x
Riffill: Mínir menn í Charlton. Þeir taka þetta.
Tákn: 1
Ipswich-Sheff
Bergur: Aldeilis, stórleikur hérna...föllnu risanna. Þetta er bara einsog Golíat myndi mæta Sauron í leik. Það væri reyndar smá svindl, því allir vita að Golíat er frekar mikill auli og ein steinvala fellir hann, hann hefur reyndar með sér að Sauron er ekki með hringinn og getur ekki tekið á sig mannsmynd...þannig að ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þetta.
tákn: 2
Riffill: Ipswich var nú einu sinni stórveldi. Þeir kúgga eggi og taka þetta.
Tákn:1
Nott. Forrest-Barnsley
Bergur: Jájá, gaman að þessu. Barnsley menn nottla fyrverandi lærisveinar Gauja Þórðar sem segist ætla að snáfa til Alexandríu og þjálfa gengið þar...hann ætti kannski frekar að skottast í seðlabankann og þjálfa gengi íslensku krónunnar HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA. FOKK ÞETTA VAR FYNDIÐ.
tákn: 1
Riffill: Það er einn harður Forest maður hérna sem er frekar boginn í baki þessa dagana. Menn eru ekkert að spara það að hrauna yfir hann. Þeir eru víst í neðsta sæti. Þá hljóta Barnsley að taka þetta.
Tákn: 2
Plymouth-Blackpool
Bergur:Ég las það í Samúel að þessi leikur verði sýndur á riskaskjá á Kjarvalsstöðum og að Björk og Sigurrós ætluðu að hita upp mannskapinn. Hræddur um það.
tákn: 1
Riffill: Vása, leikur umferðinnar. Jafntefli.
Tákn: x
SheffW-Norwich
Bergur: Miðvikudagsmenn gegn kanarífuglunum...djúsi stöff. Hmm....Miðvikudagsmenn hafa ekki verið vinir mínir í gegnum tíðina. Hafa iðulega verið wild-cardið þannig að ég ætla að fara gegn fyrstu tilfinningu minni og henda sigri á gestina.
tákn: 2
Riffill: Ég man þegar Norwich voru fljótasta liðið í úrvalsdeildinni. Þeir keyptu gám af Afríkumönnum haustið 89 og þeir voru allir settir í hópinn. Þá var öldin önnur og núna eru alltof margir Dan Majerle lookalikes í Norwich. Það gengur ekki í fótbolta. Bannað að taka þriggja þar.
Tákn: 1
Watford-Doncastar
Bergur:Doncaster hafa meira verið í því að smíða geimflaugar heldur en að spila knattspyrnu en þeir eru heppnir í kvöld því í gær var naked-fridays hjá Watford og það endaði með ósköpum.
tákn: x
Riffill: Watford vinna þetta...þar sem ég var að rugla með Heiðar Helguson um síðustu helgi þá held ég bara áfram með það og segi að hann skori fyrir Watford.
Tákn: 1
Saturday, 29 November 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Followers
Blog Archive
-
▼
2008
(8)
-
▼
November
(6)
- Ráðgátan um Soldánin er leyst.Hér meðfylgjandi er ...
- Seðill vikunnar!Jú, komiði sælir lesendur góðir. B...
- Hasta manjana!Logi Bergmann heilsar frá Kanarí eyj...
- Logi Bergmann heilsar. Ég er búinn að vera að bang...
- Leikmenn Gómaðir í Teiti. Það sást til Leikmanna T...
- Úrslit fyrstu leikvikuMeistari síðasta árs byrjar ...
-
▼
November
(6)
No comments:
Post a Comment