Saturday, 29 November 2008

Ráðgátan um Soldánin er leyst.

Hér meðfylgjandi er msn samtal sem riffillinn og Soldánn áttu fyrir fimm mínútum:


Danni.... says:
hvernig er thad
Danni.... says:
er ekkert hrækt framan í íslenska smettid á thér tharna í bretlandi?
Smari says:
hehe
Smari says:
nei
Smari says:
bara þitt smetti
Smari says:
heyrðu
Smari says:
þú ert að drullutapa tippleiknum!

Danni.... says:
já ég gleymdi ad senda sedilinn í gær
Smari says:
í gær?
Smari says:
alltaf meinaru?
Danni.... says:
alltaf
Smari says:
Þú hefur ekki sent inn einn einasta seðil
Danni.... says:
hvad ertu ad tala um ég hef sent thér tvo sedla?
Smari says:
nei
Smari says:
ekki einn einasta
Danni.... says:
what
Danni.... says:
ójú
Danni.... says:
thetta er ad minnsta kosti í sent items möppunni á hotmail
Smari says:
á hvað meil ert þú að senda þetta á vinur?
Danni.... says:
augnablik
Danni.... says:
nú tjekka ég betur á thessu
Danni.... says:
Danni.... says:
ég hef verid ad senda thetta á
smari7@hotmail
Danni.... says:
ekki
smari77@hotmail.com
Danni.... says:
drasl
Smari says:
hahaha
Gott að vita að hann er heill á húfi, en hann hefur allavega ekki stigið í vitið þarna í Danmörkinni.
Logi Bergmann
Seðill vikunnar!


Jú, komiði sælir lesendur góðir. Bergz mættur hérna. Var á tónleikum með Yo-Yo Ma og ég fékk menningarlega hugljómun, slíkir voru tilburðirnir...ójá...það er hægt að fá menningarlega hugljómun. En nú að máli málann...starfsmannasjóðnum.

Riffillinn mættur á staðinn. Soldið seinn, var að koma af fundi hjá Klaninu og varð því að henda í seðil í hálfleik. Ég kíkti ekki, ég lofa.

Aston Villa-Fulham

Bergur: Villa menn undir forystu lukkuálfsins O’Neill halda áfram að impreza og snjáldra Fulham mönnum til geimsins.
tákn: 1

Riffill: Þar sem riffillinn er að sænga hjá stúlku frá Birmingham þá hlýtur það að vera tákn.
Tákn:1


Middlesboro-NUFC

Bergur: Norðanslagur að bestu gerð...ekki ósvipað nágrannaslagnum Magni-Völsungur. Segi að Völsungur komi á óvart með útisigri.
tákn: 2

Riffill: Joe Kinnear þarf að taka sér hlé á því að sænga hjá vændiskonum til að skella sér til Middlesboro. Gareth Southgate þarf að taka sér hlé á því að sjúga blóð úr vændiskonum til að mæta á völlinn. Jónas í hvalnum þarf að taka sér hlé frá því að vera í hvalnum og hann setur hann. Mark Viduka þarf að taka sér hlé frá því að sænga hjá hvalnum og setur hann. Þetta verður allt í járnum.
Tákn: x

Stoke-Hull

Bergur: Leiðinda nýliðaslagur þar sem Rory Delap mun fara hamförum fyrir heimamenn og Daníel Vindrass fyrir gestina...steindautt 0-0 jafntefli.
tákn: x

Riffill: Giovanni smyr beikonosti upp í samúel.
Tákn: 2

Sunderland-Bolton

Bergur: Diouf og Cisse, eðlilegustu menn deildarinnar á móti Kevin Davies og Grétari “Sigló” Steinssyni. Jú, þetta er clash of the giants, sama hvernig þú horfir á þetta einvígi, maður fær vatn í munninn...svo ég tala nú ekki um þokkan hjá knattspyrnustjóra Bolton. Mmmm...
tákn: 1

Riffill: Roy Keane er svolítið eins og hann sé alltaf að fá sér jógúrt og tekst ekki að setja það allt upp í munninn. Það situr eftir í skegginu, hugsanlega til þess að eiga snarl seinna... en hann púllar það.
Tákn: 1


Wigan-WBA

Bergur: Jæja...er þetta falin myndavél? Án gríns...er verið að gera at í kallinum? Djöfull eru þetta leiðinlegir leikir. Amrrrr Zakr er ekki með Wigan....sem leiðir til þess að Wes Brown menn nappa sigrinum
tákn: 2

Riffill: Zaki Zaki eigandi Zik Zak og höfundur verstu útvarpsauglýsingar allra tíma klárar dæmið.
Tákn: 1

Burnley-Derby

Bergur: JK mun líða um þarna á miðjunni einsog geit útí haga á beit (óóóó...I’m a poet and I don’t even know it). En það mun fara alveg með Savage því hann er orðinn gamall og grár...en samt með nægt hár?
tákn: 1

Riffill: Ég verð nú bara viðurkenna að ég veit ekkert hvað er búið að vera að gerast hjá þessum liðum, en þar sem leikirnir eru byrjaðir þá get ég ekki kíkt á stöðuna. Eigum við ekki bara að segja að George Burnley vinni þetta.
Tákn: 1

Charlton-Southampton

Bergur:hmm....Two Tricky þessi. Charlton menn í sárum eftir að hafa misst af Papa Helguson og þar sem þetta er heimalið Riffilsins þá munu þeir hnulla uppá bak einsog Geislinn frá Hólmavík hefur alltaf gert og rétt slefa í jafntefli
tákn: x

Riffill: Mínir menn í Charlton. Þeir taka þetta.
Tákn: 1

Ipswich-Sheff

Bergur: Aldeilis, stórleikur hérna...föllnu risanna. Þetta er bara einsog Golíat myndi mæta Sauron í leik. Það væri reyndar smá svindl, því allir vita að Golíat er frekar mikill auli og ein steinvala fellir hann, hann hefur reyndar með sér að Sauron er ekki með hringinn og getur ekki tekið á sig mannsmynd...þannig að ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þetta.
tákn: 2

Riffill: Ipswich var nú einu sinni stórveldi. Þeir kúgga eggi og taka þetta.
Tákn:1

Nott. Forrest-Barnsley

Bergur: Jájá, gaman að þessu. Barnsley menn nottla fyrverandi lærisveinar Gauja Þórðar sem segist ætla að snáfa til Alexandríu og þjálfa gengið þar...hann ætti kannski frekar að skottast í seðlabankann og þjálfa gengi íslensku krónunnar HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA. FOKK ÞETTA VAR FYNDIÐ.
tákn: 1

Riffill: Það er einn harður Forest maður hérna sem er frekar boginn í baki þessa dagana. Menn eru ekkert að spara það að hrauna yfir hann. Þeir eru víst í neðsta sæti. Þá hljóta Barnsley að taka þetta.
Tákn: 2

Plymouth-Blackpool

Bergur:Ég las það í Samúel að þessi leikur verði sýndur á riskaskjá á Kjarvalsstöðum og að Björk og Sigurrós ætluðu að hita upp mannskapinn. Hræddur um það.
tákn: 1

Riffill: Vása, leikur umferðinnar. Jafntefli.
Tákn: x

SheffW-Norwich

Bergur: Miðvikudagsmenn gegn kanarífuglunum...djúsi stöff. Hmm....Miðvikudagsmenn hafa ekki verið vinir mínir í gegnum tíðina. Hafa iðulega verið wild-cardið þannig að ég ætla að fara gegn fyrstu tilfinningu minni og henda sigri á gestina.
tákn: 2

Riffill: Ég man þegar Norwich voru fljótasta liðið í úrvalsdeildinni. Þeir keyptu gám af Afríkumönnum haustið 89 og þeir voru allir settir í hópinn. Þá var öldin önnur og núna eru alltof margir Dan Majerle lookalikes í Norwich. Það gengur ekki í fótbolta. Bannað að taka þriggja þar.
Tákn: 1

Watford-Doncastar

Bergur:Doncaster hafa meira verið í því að smíða geimflaugar heldur en að spila knattspyrnu en þeir eru heppnir í kvöld því í gær var naked-fridays hjá Watford og það endaði með ósköpum.
tákn: x

Riffill: Watford vinna þetta...þar sem ég var að rugla með Heiðar Helguson um síðustu helgi þá held ég bara áfram með það og segi að hann skori fyrir Watford.
Tákn: 1

Monday, 24 November 2008

Hasta manjana!

Logi Bergmann heilsar frá Kanarí eyjum. Ég er á fullu í tökum fyrir nýjasta þáttinn minn sem mun verða á dagskrá stöðvar tvö eftir áramót. Hann heitir "Logi í launuðu fríi". Í þessu þætti mun ég vera mikið á ströndinni, prófa ýmsa kokteila og banga á fullu. Gott ef ég fer ekki líka alveg slatta út að borða, en það er önnur saga!

Bergur nældi sér í jafntefli um þessa helgina en þeir Riffillinn voru báðir með 6 rétta. Enn hefur ekkert spurst til Soldáns. Það liggur grunur á því að það hafi verið hrækt á hann aftur vegna niðurnýðslu Íslands í fjármálaheiminum.

Staðan er því sú að Riffillinn er með einn og hálfan vinning, Bergur með hálfan og Soldánn með egg.

Senjoriturnar eru að kalla á Coco Puffsa, mig, þarf að þjóta. Bless í bili.

Logi

Saturday, 22 November 2008

Logi Bergmann heilsar. Ég er búinn að vera að banga á fullu síðan síðast, þið vitið hvað ég meina meistarar!
Riffillinn er í forystu eftir eina umferð með einn sigur. Þetta er ekki flókið. Bergur leggur allt kapp á að jafna hann að stigum í þessari umferð og Soldáni virðist aðeins ætla að reyna að vinna verðlaunin besti félaginn í ár. Það verður reyndar strembið fyrir hann því hann hefur ekki látið heyra í sér í lengri tíma. Hann er nottulega okkar maður í röffinu. Allavega...hér er seðill dagsins og spárnar frá spekingunum.

Logi.


Riffillinn hér hvar og hvenær sem er ég er kominn gamla formið! Áááa, Skjóttu! Ég er búinn að vera í meðferð vegna gambling problems og þess vegna hefur enginn seðill borist frá mér. Meðferðin gekk framar vonum, ég er kominn heim og það er ekki að spyrja að því, ég fer bara beint í seðilinn.

Já, komið sælir lesendur góðir. Bergur mættur hérna aftur, en ég hef verið í Burkina Faso að byggja skóla og sjúkrahús fyrir munaðarlausu börnin þar...kenndi þeim líka smá í efnafræði. En nú að seðlinum



1.Chelsea – Newcastle

Riffill: Chelsea virðast vera óstöðvandi um þessar mundir. Þess vegna ætla ég að spá því að Newcastle nái jafntefli hérna. Lets face it, við þurfum á því að halda að Chelsea fari að hommast til að tapa einhverjum easy stigum. Drogba verður heima að telja smápeningana sína...
Tákn: x

Bergur: Djömli Djeml...sæll....á meðan gríman á Joe Kinnear verður í Chelsea verður bumband hans í Fulham. Það er bara soleiðis...spurning um að henda fjarþjálfun hjá G-lyklinum á hann.tákn 1

2. Liverpool – Fulham

Riffill: Haha. Ég býð skinkumenn velkomna í gin ljónsins. Það er ekki hollt fyrir skinkur að vera mikið að chilla í gini ljónsins. Ljón borða skinkur. Ljón númer níu setur þrennu í dag. Lifralaug, Lifralaug...Lifralaug
Tákn: 1

Bergur: já einsgott að Fulhum sé á útivelli því annars væri bumban á Joe að þvælast fyrir mönnum þarna. Anyway, Geriharð ekki með Torres úti að skíta og Carragher busy að tala við lögregluna því það verður örugglega nýbúið að ræna hann.tákn: x
Bold
3. Man City – Arsenal

Riffill: William Gallas. Hann er búinn að vera með nærbuxurnar í hnút síðan Ashley Cole hætti með honum. Núna lætur hann eins og Logi Bergmann í Meistaranum og lætur fólk giska á hver í Arsenal er mesti fávitinn. Hann gefur þrjá svarmöguleika: Persie, Eboue eða Sagna. Ég held að Persie sé fávitinn, hann er með svona fávita klippingu. Arsenal menn eiga eftir að vera alltof mikið að hugsa um hver sé fávitinn í liðinu og þeir tapa þessu.
Tákn: 1

Bergur: Gúllasið með PR-stunt í vikunni...hann kann þetta, menn að tala um að Clichy verði næst fyrirliði. Það er einsog ef hundar væru með lið þá væri Cihuahua tík fyrirliðinn hjá þeim...sæll!tákn: 1

4. Middlesbro – Bolton

Riffill: Tveir ljótustu stjórarnir í deildinni. Southgate ívið ljótari.
Tákn: X
Bergur: Jááááááááá....sæææææll! Þau lið sem ég hata mest í deildinni...ætla að smella jafnr á þetatákn: x

5. Portsmouth – Hull

Riffill: Portsmouth áttu flesta leikmenn í enska landsliðinu á miðvikudaginn. Tony Adams er ennþá blautari en blaut vatnstuska. Defoe og Crouch klára dæmið og fá sér pizzu á Devitios eftir leik.
Tákn: 1

Bergur: hmm...einkar athygliverður leikur. Ég held svei mér þá að ég haldi mig við stífsnirtu mottuna hans Phil Brown og smelli þessu á Hull. Ég held að ég hafi aldrei séð neinn mann jafn öruggann með andlitshár sitt og Phil Brown...hann fær mig til að langa í skeggvöxt.tákn: 2

6. Stoke – WBA

Riffill: Ef að Stoke fær innkast þá vinna þeir þennan leik. Það eru yfirgnæfandi líkur að því að þeir reyni að spila upp á innkast. Fótbolti getur verið svo einfaldur, hugsa aðeins út fyrir kassann. Fá körfuboltamenn til að taka innköstin.
Tákn: 1

Bergur: Shit, ég hélt án gríns að þessi leikur væri í Championship. Leitaði heillengi að stöðu liðanna í deildinni, en einsog ég kyntist í Afríku þá er tíminn ekki eitthvað sem við getum tekið sem gefinn hlut, börnin þar eru nefnilega flest ekki með klukku?tákn: 2


7. Charlton – Sheff Utd

Riffill: Hverfisliðið mitt og mínir harðgerðu iðnarðmannsynir í Charlton. Það er kalt á þeim þessa dagana, þeir hafa betur efni á því að hita húsin sín heldur en Riffilliinn pow pow. Fáránlega heitir í kuldanum og vinna þennan leik.
Tákn: 1

Bergur: Já, skemmtilegur leikur. Sheff Utd að reyna að vera undan okkur Íslendingum í að fá peninga frá Bjögga Gumm. Vonandi tekst það ekki. En ég held nú samt að þeir nái að leggja þær pælingar til hliðar og slá blautri vatsngusu ref fyrir rassinn á Charlton mönnum?tákn: 2


8. C. Palace – Bristol C.

Riffill: Pow Pow Pow, Riffillinn segir jájájá. Stórleikur seðilsins. Þetta minnir á þegar Reynir í Sandgerði tók á móti Magna frá Grenivík árið 97 í toppslag þriðju deildarinnar.
Tákn: 2

Bergur: Ég sá að Tore Andre Flo væri komin í MK Dons...en þeir eru nágrannar Tékkkristalsmanna. Held að tilhugsunin ein um að Flóinn sé komið á skinnið þeirra þarna í Lundúnum fær þá til að senda unglingaliðið sitt og þar með ná einuningis jafntefli.tákn: x


9. Ipswich – Derby

Riffill: Þessi tvö félög muna sinn fífill fegurri. Á meðan Ipswich menn segja að betri sé einn fugl í skógi en tveir í hendi þá láta Derby menn hendur sópa og fara ekki eins og kettir í kringum heitan graut. En eins og Will Smith sagði alltaf, hæst bylur í tómri tunnu og bara hamra helvítis járnið meðan það er heitt.
Tákn: 2

Bergur: Eini stuðningsmaður Ipswich á Íslandi er Þosssteinn Guðmundsson...hann er nú orðinn aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í fótboltanum, nottla drekinn frá 365 fyrir að neita að nota r og almennt misnota íslenska tungu í fjölda ára. Óska Grindvíkingum til hamingju með þennan stórkostlega þjálfara.tákn: 1


10: Preston – Barnsley

Riffill: Preston eru búnir að standa sig gríðarlega vel á þessu tímabili. Þeir eru búnir að vera að spila 4-3-3 sem hefur hentað þeim betur heldur en 4-5-1 sem stjórinn þeirra McMavrix lét þá spila í fyrra. Guy Henderson búinn að vera eitraður á kantinum og nú þegar kominn tíu mörk frá framherjanum Lombardo.
Tákn: 1

Bergur: Preston var fyrsta liðið til að verða enskur meistari. Barnsley slógu út Liverpool og Chelsea í FA-cup í fyrra. Boltamolar kvöldsins voru í boði Ástþórs Magnússonar og Hannesar Smárasonar.

tákn: 1


11. Reading – Southampton

Riffill: Byssi Gunn og félagar hafa ekki riðið feitum hesti, hundi né herfu á þessu tímabili. Southampton hafa hinsvegar verið að spila glimrandi fótbolta. Þeir taka þetta á hinni frægur Hampton seiglu. “Bang og mark.” Adolf Ingi, 2008, Ruv.is
Tákn: 2

Bergur: Brilli kominn aftur, Íbsen ferskur enda ekki að spila með landsliðinu lengur. Þetta eru solid þrjú stig í hús. Tákn: 1



12. Sheff Wed – Coventry

Riffill: Ef Coventry kemst upp og spilar við Stoke á næsta tímabili þá verða fæturnir aðeins notaðir til að reyna að fiska innköst á vallarhelmingi andstæðingsins. Svo er það bara faceoff Ronni á móti Rory.
Takn: 2

Bergur: Miðvikudagspiltar eru nottla með allt niðrum sig og hafa verið með slíkt í mörg ár. Ekki það að það sé slæmt að vera bara á undirfötunum en þá verður maður líka að bara buxnalaus...ekki með þær á hælunum. Þar liggur sannleikurinn grafinn í kúnni.tákn: 2

13. Watford – Qpr

Riffill: Heiðar Helgu á kunnuglegum slóðum í framandi liði. Hann elskar að setjann í búninsklefanum í Watford því það eru viðar klósettsetur sem ilja rassinum. Hann setur hann líka inná vellinum. There’s shit everywhere!
Tákn: 2

Bergur: Páló Sósa tekinn við QPR....veit ekki alveg með þá ráðningu hjá ríkasta liði heims. What!ford eru nýbúnir að reka heimskasta stjóra ever þannig að þetta verður skemmtilegur leikur. Ekki nokkur maður verður með sitt á hreinu...þannig að ég ætla að spá jafntefli.tákn: x

Sunday, 2 November 2008


Leikmenn Gómaðir í Teiti.
Það sást til Leikmanna Tippalinga.blogspot.com yfirgefa Strípiklúbb í Birmingham á dögunum allir með sígarettu í munninum og Soldánn var klæddur í svefnpoka.
Aðspurðir sögðu þeir þetta ekki hafa verið strípiklúbb og að þeir hefðu verið með svona súkkulaði sígó í kjaftinum. Nema Soldánn, hann var á strípiklúbb fyrr um kvöldið að reykja á fullu. Hann neitaði því ekki.
Logi Bergmann var spurður hvort leikmönnum yrði refsað fyrir að hafa náðst á mynd í svona annarlegu ástandi, hann sagði að leikmenn yrðu hylltir fyrir framtakið að reyna að þjappa hópnum svona saman þótt þetta hafi verið daginn fyrir leikdag.
Mbl.is sunnudagur 3. nóvember 2007
Úrslit fyrstu leikviku

Meistari síðasta árs byrjar af krafti en Riffillinn sigraði Berg örugglega í seðli vikunnar.

Úrslit seðilsins voru eftirfarandi, Riffill er "R" Bergur er "B" og Soldánn er "S":

Ú: R B S
1 -1 1 Egg
1 -1 1
X -X X

2 -2 1
1 -2 2
X -2 X

X -X 1
1 -1 X
2 -X 1

1 -X 1
X- 2 2
2 -2 X
1 -1 1


Úrslit: Riffill - 8 Réttir, Bergur - 6 Réttir, Soldánn - Egg og Beikon


Það er deginum ljósara að Bergur, og jafnvel Soldánn, munu koma sterkir til baka um næstu helgi til að hefna ófaranna. Ég er orðinn of seinn í bröns með Sveppa og Hödda Magg. Gamla Stöð 2 gengið. Um að gera að halda hópinn skilurðu.

lifið heil,

þar til næst,

Logi Bergmann

Friday, 31 October 2008

Loksins loksins!

Það er komið að fyrsta seðli tímabilsins, sem við vonum að standi lengur en síðasta tímabil sem taldi hvorki meira né minna en 3 seðla, ef ég man rétt. Soldánn byrjar sína fyrstu leiktíð af krafti þar sem hann hefur ekki skilað inn seðli og síðast fréttist af honum í gammel dansk partíi með Frikka Weishappel og Eldi Ólafssyni í þvottahúsi einhverstaðar í Kaupmannahöfn. “Eldur í þvottahúsi í Kaupmannahöfn.” Mbl.is 2008

Nóg er komið af smjatti frá mér, gefum leikmönnum orðið.

Logi Bergmann



Riffillinn býður góðan dag. Egg og beikon á línuna og Bergur og Soldánn verða bakaðar baunir on the side, á toast. Ekki laust við að maður finni fyrir pressu, (bresku pressunni), enda vann ég síðustu 3 seðla í fyrndinni. Svo að segja ríkjandi meistari. En nýtt tímabil og ég mun halda áfram að ýlfra skógi og dansa við aðra úlfa í þessari Vatnaveröld okkar.

Já, Bergur mættur hérna. Ég hef ákveðið að hafa þennan fyrsta seðil minn með a.m.k. 12 réttum. En vegna þess að gengið er svo lágt, þá verður þetta sennilega ekki nema 6 réttir í breskum. Þúsundkall að Smári komi með eitthvað grín í sambandi við Kevin Costner.

1.Man Utd - Hull City

Smáriffill: Ronaldo er kominn heim af ströndinni og tekinn að stunda ljósabekkina aftur. Rooney er sterkur eins og naut og Berbatov er hrokinn uppmálaður því hann kann að gera sweet moves. Ég held að þetta sé of mikið fyrir Danna Frænda (Danny Cousin) og félaga þótt þeir vermi þriðja sætið.
Tákn: 1

Eymbergur: uuu...leyf mér að hugsa...heimasigur, eigum við að ræða það eitthvað eða?tákn: 1

2. Chelsea – Sunderland

Riffillinn: Djibril Cisse ætlar að heiðra Tippalingana með því að láta lita hárið á sér eins og tippi fyrir leikinn. Roy Keane tryllist yfir uppátækinu og kemur öllum í óstuð. Anelka klárar dæmið fyrir Chelsea.
Tákn: 1

Bergur: Sunderland munu ekki ríða feitum hesti í þessum leik, enda eru allar líkur á því að Keane verði á hliðarlínunni en ekki á miðjunni að hakka í sig litla Chelsea stráka.tákn: 1


3. Middlesbro – West Ham

Riffillinn: Boro með góðan sigur á Aröbunum á miðvikudaginn. West Ham með gott tap á móti Manstefter Jú Næted. Boro slakar á, West ham gefur í. Spaghetti Bolognesa fyrir Zola í matinn. Ekkert Garlic Giabatta.
Tákn: x

Bergur: Þessi er easy, sigur fyrir hamranna. En þar sem eigur Björgólfs verða örugglega frystar fyrir leikinn þá mun Gordon Brown lýsa yfir að leiknum lyktaði með jafntefli.tákn: x


4. Portsmouth – Wigan

Riffillinn: Djammarinn Tony Adams tekinn við Portsmouth. Hvernig stendur á þessu. Hann hefur líklegast verið í Gumma Þórðar (gin og tonik) á knæpunni með stjórnarformanninum þegar hlutirnir fóru að gerast og þetta var bara eitthvað svona bonding session á fylleríi. “Tony, vesstu... Mmðúú ert æishlegur. Ðúú ert stjórenn!” Ég held að Zaki og Heskey valdi usla.
Tákn: 2

Bergur: Tony Adams er drykkfeldari en Lalli Johns yfir hátíðarnar. Portsmouth vinna samt sko.Tákn:1


5. Stoke – Arsenal

Riffillinn: Rory “Aron Einar” Delap tekur innkast og Stoke kemst yfir. Arsenal koma til baka með mörkum frá Lee Dixon, Ray Parlour og Michael Thomas.
Tákn: 2

Bergur: Arsene Wenger er með fetish fyrir ungum drengjum...vissuði það? Allavega, þá var Samir Nasri víst að fá sín fyrstu hár á punginn og í tilefni þess þá fór Arsene Wenger í sturtu með strákunum sínum eftir leikinn á móti Tottenham, sem var reyndar ekki í fyrsta skipti. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir þessu get ég sagt ykkur. En já, þar sem Stoke hefur sterk tengsl við Ísland þá munu allar lánalínur lokast á þá og þeir munu ekki geta endurfjármagnað sig eftir að Gúllasið kemur Arsenal yfir.Tákn: 2


6. W.B.A – Blackburn

Riffillinn: Bíddu bíddu. Er West Brom í úrvalsdeildinni? Er þetta bikarseðill?? Allavega, Roque Sant Cruz rjómar yfir þetta lið og setur þrennu. Paul Ince á líka frænku hérna í skólanum, það hlýtur að telja eitthvað.
Tákn: 2

Bergur: Já..leikur helgarinnar vilja margir meina...en ég held að þetta endi með jafntefliTákn: x


7. Crystal Palace – Sheff. Wed

Riffillinn: Krystalshöllin er sterk á heimavelli en miðvikudagsmenn hafa löngum verið sterkir á laugardögum. Stórmeistara jafntefli.
Tákn: x

Bergur: Já, sæll...hverskonar tegund af steik haldiði að ég sé? Jú, ég fylgist mikið með þessum liðum enda frábærir klúbbar þarna ferð, einmitt. Andskotans sama...og ég ætla að nota þrítrygginguna mína hérna. (lolz?)Tákn: 1


8.Ipswich – Q.P.R

Riffillinn: Jon Walters er búinn að semja við Ipswich til 2012. Það léttir á pressunni og hann þrusar boltanum beint í netið og það verður mark.
Tákn: 1

Bergur: Klárlega útisigur.

Tákn: x


9. Bristol City – Reading

Riffillinn: 2 lið í efri hluta deildarinnar. Hvorugt liðið nenni ég að sjá á næsta ári í úrvalsdeildinni.
Tákn: x

Bergur: HVAÐ! Hafiði ekki fengið ykkur iRobot ryksugu vélmennið? SNÁFIÐI í næstu verslun og fjárfestið í þessum kostagrip. Þetta virkar einsog draumur. ONE TEAM IN BRISTOL, THERE IS ONLY ONE TEAM IN BRIIIIISTOL.tákn: 1

10. Burnley – Norwich

Riffillinn: Jói Kalli hleypur að vítateignum, tekur heljarstökk með tvöfaldrei skrúfu, lendir í splitti, tekur þyrluna og afturábak kollhnís. Á meðan þessu stendur hleypur leikmaður Norwich í svæðið sem jói átti að vera, skorar og kemur gestunum yfir. Burnley ná síðan að jafna.
Tákn: x

Bergur: J.K. er með‘etta. Já, ég er að tala um Jóa Kalla...ekki söngvarann.tákn: 1


11. Doncaster – Swansea

Riffillinn: Jón og Svanní taka þetta easy. KSH all the way.
Tákn: 2

Bergur: Það vill svo skemmtilega til að ég kann eitt chant frá Swansea aðdáendum, það er svona:We shag all the chicken we shag all the sheepwe shag the wanker who‘s weining upstairs,Swansea City F.C. *klapp klapp*Tákn: 2


12. Preston – Southampton

Riffillinn: Matt Le Tissier, Le Tissier, Le Tissier....
Tákn: 2

Bergur: Jú, þessi lið muna sinn fífil fegurri, það er víst. Eigum við ekki að henda bara jafntefli á þetta?Tákn: x

13. Sheff Utd – Plymouth

Riffillinn: Sameinaðir á heimavelli, aðeins eitt stig á milli liðanna í deildinni. Ég gæti trúað að heimavöllurinn “United Ground of light and Peace Road Trafford Bridge” geri gæfumuninn.
Tákn:1

Bergur: Craig Cathcart, hann er láni hjá Plæmáþ. Hann skoraði um daginn. Segi að hann skori aftur.Tákn: 1

Megasnilld.



Followers