Það er komið að fyrsta seðli tímabilsins, sem við vonum að standi lengur en síðasta tímabil sem taldi hvorki meira né minna en 3 seðla, ef ég man rétt. Soldánn byrjar sína fyrstu leiktíð af krafti þar sem hann hefur ekki skilað inn seðli og síðast fréttist af honum í gammel dansk partíi með Frikka Weishappel og Eldi Ólafssyni í þvottahúsi einhverstaðar í Kaupmannahöfn. “Eldur í þvottahúsi í Kaupmannahöfn.” Mbl.is 2008
Nóg er komið af smjatti frá mér, gefum leikmönnum orðið.
Logi Bergmann
Riffillinn býður góðan dag. Egg og beikon á línuna og Bergur og Soldánn verða bakaðar baunir on the side, á toast. Ekki laust við að maður finni fyrir pressu, (bresku pressunni), enda vann ég síðustu 3 seðla í fyrndinni. Svo að segja ríkjandi meistari. En nýtt tímabil og ég mun halda áfram að ýlfra skógi og dansa við aðra úlfa í þessari Vatnaveröld okkar.
Já, Bergur mættur hérna. Ég hef ákveðið að hafa þennan fyrsta seðil minn með a.m.k. 12 réttum. En vegna þess að gengið er svo lágt, þá verður þetta sennilega ekki nema 6 réttir í breskum. Þúsundkall að Smári komi með eitthvað grín í sambandi við Kevin Costner.
1.Man Utd - Hull City
Smáriffill: Ronaldo er kominn heim af ströndinni og tekinn að stunda ljósabekkina aftur. Rooney er sterkur eins og naut og Berbatov er hrokinn uppmálaður því hann kann að gera sweet moves. Ég held að þetta sé of mikið fyrir Danna Frænda (Danny Cousin) og félaga þótt þeir vermi þriðja sætið.
Tákn: 1
Eymbergur: uuu...leyf mér að hugsa...heimasigur, eigum við að ræða það eitthvað eða?tákn: 1
2. Chelsea – Sunderland
Riffillinn: Djibril Cisse ætlar að heiðra Tippalingana með því að láta lita hárið á sér eins og tippi fyrir leikinn. Roy Keane tryllist yfir uppátækinu og kemur öllum í óstuð. Anelka klárar dæmið fyrir Chelsea.
Tákn: 1
Bergur: Sunderland munu ekki ríða feitum hesti í þessum leik, enda eru allar líkur á því að Keane verði á hliðarlínunni en ekki á miðjunni að hakka í sig litla Chelsea stráka.tákn: 1
3. Middlesbro – West Ham
Riffillinn: Boro með góðan sigur á Aröbunum á miðvikudaginn. West Ham með gott tap á móti Manstefter Jú Næted. Boro slakar á, West ham gefur í. Spaghetti Bolognesa fyrir Zola í matinn. Ekkert Garlic Giabatta.
Tákn: x
Bergur: Þessi er easy, sigur fyrir hamranna. En þar sem eigur Björgólfs verða örugglega frystar fyrir leikinn þá mun Gordon Brown lýsa yfir að leiknum lyktaði með jafntefli.tákn: x
4. Portsmouth – Wigan
Riffillinn: Djammarinn Tony Adams tekinn við Portsmouth. Hvernig stendur á þessu. Hann hefur líklegast verið í Gumma Þórðar (gin og tonik) á knæpunni með stjórnarformanninum þegar hlutirnir fóru að gerast og þetta var bara eitthvað svona bonding session á fylleríi. “Tony, vesstu... Mmðúú ert æishlegur. Ðúú ert stjórenn!” Ég held að Zaki og Heskey valdi usla.
Tákn: 2
Bergur: Tony Adams er drykkfeldari en Lalli Johns yfir hátíðarnar. Portsmouth vinna samt sko.Tákn:1
5. Stoke – Arsenal
Riffillinn: Rory “Aron Einar” Delap tekur innkast og Stoke kemst yfir. Arsenal koma til baka með mörkum frá Lee Dixon, Ray Parlour og Michael Thomas.
Tákn: 2
Bergur: Arsene Wenger er með fetish fyrir ungum drengjum...vissuði það? Allavega, þá var Samir Nasri víst að fá sín fyrstu hár á punginn og í tilefni þess þá fór Arsene Wenger í sturtu með strákunum sínum eftir leikinn á móti Tottenham, sem var reyndar ekki í fyrsta skipti. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir þessu get ég sagt ykkur. En já, þar sem Stoke hefur sterk tengsl við Ísland þá munu allar lánalínur lokast á þá og þeir munu ekki geta endurfjármagnað sig eftir að Gúllasið kemur Arsenal yfir.Tákn: 2
6. W.B.A – Blackburn
Riffillinn: Bíddu bíddu. Er West Brom í úrvalsdeildinni? Er þetta bikarseðill?? Allavega, Roque Sant Cruz rjómar yfir þetta lið og setur þrennu. Paul Ince á líka frænku hérna í skólanum, það hlýtur að telja eitthvað.
Tákn: 2
Bergur: Já..leikur helgarinnar vilja margir meina...en ég held að þetta endi með jafntefliTákn: x
7. Crystal Palace – Sheff. Wed
Riffillinn: Krystalshöllin er sterk á heimavelli en miðvikudagsmenn hafa löngum verið sterkir á laugardögum. Stórmeistara jafntefli.
Tákn: x
Bergur: Já, sæll...hverskonar tegund af steik haldiði að ég sé? Jú, ég fylgist mikið með þessum liðum enda frábærir klúbbar þarna ferð, einmitt. Andskotans sama...og ég ætla að nota þrítrygginguna mína hérna. (lolz?)Tákn: 1
8.Ipswich – Q.P.R
Riffillinn: Jon Walters er búinn að semja við Ipswich til 2012. Það léttir á pressunni og hann þrusar boltanum beint í netið og það verður mark.
Tákn: 1
Bergur: Klárlega útisigur.
Tákn: x
9. Bristol City – Reading
Riffillinn: 2 lið í efri hluta deildarinnar. Hvorugt liðið nenni ég að sjá á næsta ári í úrvalsdeildinni.
Tákn: x
Bergur: HVAÐ! Hafiði ekki fengið ykkur iRobot ryksugu vélmennið? SNÁFIÐI í næstu verslun og fjárfestið í þessum kostagrip. Þetta virkar einsog draumur. ONE TEAM IN BRISTOL, THERE IS ONLY ONE TEAM IN BRIIIIISTOL.tákn: 1
10. Burnley – Norwich
Riffillinn: Jói Kalli hleypur að vítateignum, tekur heljarstökk með tvöfaldrei skrúfu, lendir í splitti, tekur þyrluna og afturábak kollhnís. Á meðan þessu stendur hleypur leikmaður Norwich í svæðið sem jói átti að vera, skorar og kemur gestunum yfir. Burnley ná síðan að jafna.
Tákn: x
Bergur: J.K. er með‘etta. Já, ég er að tala um Jóa Kalla...ekki söngvarann.tákn: 1
11. Doncaster – Swansea
Riffillinn: Jón og Svanní taka þetta easy. KSH all the way.
Tákn: 2
Bergur: Það vill svo skemmtilega til að ég kann eitt chant frá Swansea aðdáendum, það er svona:We shag all the chicken we shag all the sheepwe shag the wanker who‘s weining upstairs,Swansea City F.C. *klapp klapp*Tákn: 2
12. Preston – Southampton
Riffillinn: Matt Le Tissier, Le Tissier, Le Tissier....
Tákn: 2
Bergur: Jú, þessi lið muna sinn fífil fegurri, það er víst. Eigum við ekki að henda bara jafntefli á þetta?Tákn: x
13. Sheff Utd – Plymouth
Riffillinn: Sameinaðir á heimavelli, aðeins eitt stig á milli liðanna í deildinni. Ég gæti trúað að heimavöllurinn “United Ground of light and Peace Road Trafford Bridge” geri gæfumuninn.
Tákn:1
Bergur: Craig Cathcart, hann er láni hjá Plæmáþ. Hann skoraði um daginn. Segi að hann skori aftur.Tákn: 1
Megasnilld.